það vekur athygli hjá mér að Shawshank er núna hærra (2.sæti) en The Godfather (3.sæti).
Hef heyrt rúmor að fólk sé að gefa Godfather myndina 1 í einkunn til þess eins að halda TDK í toppsætinu.
Þykir það virkilega leitt ef svo er…
Lítum aðeins á statískina fyrir topp 10 myndirnar.
Hlutfallslegur fjöldi kjósenda sem gáfu 1 í einkunn:
1. The Dark Knight - 3,7%
2. The Shawshank Redemption - 3,1%
3. The Godfather - 6,7%
4. The Godfather: Part II - 4,1%
5. Buono, il brutto, il cattivo., Il - 3,3%
6. Pulp Fiction - 2,7%
7. Schindler's List - 3,4%
8. One Flew Over the Cuckoo's Nest - 1,4%
9. Star Wars: Episode V - The Empire Strikes Back - 2,4%
X. Casablanca - 3,1%
Sést vel að hlutfallslega eru Godfather myndirnar að fá flestar 1 í einkunn á meðan allar hinar eru með undir 4%.
TDK er svo með þriðja mesta 1-einkunnir eða um 3,7%.
Út frá þessu má álykta að það er örugglega eitthvað í gangi.
(Hef nefnilega ekkert betra að gera…)