Heath ledger. Áður en ég sá myndina var ég efins og studdi minn mann (Jack nicholson) en svo sá ég hana og…ja..ég held að það sé engin spurning. Heth ledger fór með algjöran leiksigur og mér rústar þeim gamla.
Bætt við 6. ágúst 2008 - 23:52 Arg. Sama hversu lítið ég segi tekst mér alltaf að lauma inn innsláttarvillu. Þetta “mér” á milli “og” og “rústar” á ekkert að vera þarna.
Ég veit það ekki, gífurlega langt síðan ég sá Jack sem jókerinn. Báðir virkilega góðir. Ég ber samt ekki saman svona ólík hlutverk (sure, sama nafn en allt önnur mynd og tegund af mynd)
Star Wars ,Anchorman, Kevin Smit myndirnar, Superbad, Basketball, The Big Lebowski, Pulp Fiction, Scarface, Dark Knight, American Gangster og Be Kind Rewind
Ekki í uppáhaldsröð.
Bætt við 7. ágúst 2008 - 02:27 hahahahaha úpps er alltaf að setja eitthvað vitlaust hérna inn hahaha
ég get ekki ákveðið hvor er betri…ég get ekki sagt að The dark knight sé betri en Batman því að þá finnst mér ég vera að svíkja tim burton…:s sem er einn af mínum uppáhalds.
Heath Ledger ER jókerinn. Jack Nicholson kemst ekki í hálfkvist við hann og í raun lék hann bara hundleiðinlegan karakter í þessari svokölluðu “Batman” mynd frá árinu 1989.
jaa mér fannst satm jókerinn hans jack ekki nógu sannfærandi, fannst hann aðeins of mikill spaugfugl. Og reyndar er jókerinn hans Heath að mínu mati allavega mun nærri því að vera eins og jókerinn í myndasögunum og teiknimyndunum:/ og auk þess á jókerinn að vera snarklikkaður trúðsútlítandi brjálæðingur með húmor fyrir dræapum og barsmíðum, jókerinn hans jack's er nú ekki mikið í þeim stíl, Heath var það hins vegar.
ekki hægt að bera þá saman, Þegar Jack lék Jókerinn var hann gerður eftir teiknymundunum(teiknimyndastíl) en í nýju batman er hann gerður bara geðsjúklingu
"An eye for an eye makes the whole world blind." - Ghandi
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..