Daginn,
Eins og ég póstaði á öðrum þræði þá er nokkuð sem ég tel mikilvægast þegar keypt er Widescreen TV :
1. 32“ er lágmarksstærð, þá er skjárinn svo 28” ef horft er í 4:3 formatti
2. Tækið á að vera 100Hz til að nýta myndgæði sem DVD býður upp á.
3. Myndlampinn á að vera “Real Flat - 100% Flatur” það er einfaldlega betri mynd og miklu flottara!! Mæli með MFW823110 frá Grundig t.d. fæst í Sjónvarpsmiðstöðinni á ca. 200þ. Aðrir framleiðendur eru líka með sambærilega “real flat” myndlampa.
4. Á góðu tæki verða hliðarnar svartar ekki gráar í 4:3 formatti. Ekki kaupa “no name” brand.
5. Hljóð skiptir minna máli en myndgæði þar sem flestir vilja fá sér sér heimabíó kerfi með, því má bæta við hvenær sem er.
6. Já, eins og bent var á, ef bara á að horfa á íslenskt sjónvarp (sem er 4:3) þá er “lookið” eini tilgangurinn með að kaupa widescreen, en þegar komnir eru gomma af DVD þá er Widescreen málið, einnig fyrir stafrænt gervihnattasjónvarp.
Man ekki eftir fleiru í bili, ef þið hafið fleiri spurningar, let me know og ég skal svara eftir bestu getu.
Kv.
Smu