Getur einhver hérna útskýrt fyrir mér af hverju í andskotanum mynd eins og E.T. er með sama aldurstakmark og mynd eins og The Dark Knight (báðar bannaðar innan 12)?

Spoilerar úr The Dark Knight… og E.T.

Söguþræðir
E.T.: Lítil geimvera er föst á jörðinni og þrjú börn ætla að hjálpa henni að komast heim til sín.
The Dark Knight: Maður í leðurblökubúningi reynir að stöðva geðsjúkan brjálæðing sem er klæddur eins og trúður og drepur fólk á hverjum degi.

Body Count
E.T.: 0 minnir mig
The Dark Knight: A.m.k. 36. + Jókerinn sprengir upp spítala og það er ekki víst að allir komist út.

Scary atriði
E.T.: Í byrjuninni eru menn með hunda að elta E.T. sem getur verið frekar scary fyrir börn. Geimveran gæti hugsanlega hrætt einhvern, en samt ekki.
The Dark Knight: Jókerinn er klæddur eins og trúður og er með ör á kinnunum. Fake Batman er pyntaður og hengdur. Maður fær blýant í gegnum höfuðið. Ein persónan brennur alvarlega með ógeðslegum afleiðingum…. and so on!

Til fullt af svona dæmum. WTF?