Spoiler…. I guess.
—————–
Á ég að trúa því sem ég er að lesa? Two-Face óþarfi??
Tókuði ekki eftir því að Two-Face var algjör central fígúra í sögunni, og persónan Harvey Dent hefði verið heldur tilgangslaus hefði hann ekki breyst.
Dent/Two Face smellti fullkomlega inn í myndina þar sem að plön Jókersins voru að sanna það að jafnvel bestu menn gætu orðið að glæpamönnum/skepnum bara ef þú mind-fökkar rétt í þeim.
Jókerinn stýrði Batman að því að bjarga Dent frekar en Rachel, sem hann vissi að myndi gera báða aðilana reiða.
Að vissu leyti er Two-Face aðal vondi kallinn í myndinni (og hann fær líka góðan, vel skrifaðan strúktúr - sem hefur emotional vægi, annað en Jókerinn), meðan að Jókerinn er bara peð sem vill hvetja til eyðileggingar.
Áður en ég sá myndina bjóst ég við því að þeir myndu sennilega ljúka þessari mynd á crappy cliffhanger sem að myndi kynna Two-Face en ekkert nýta hann fyrr en í næstu mynd.
Mér fannst frábært hvernig hann var nýttur og leit hann mjög vel út. Auk þess var gott að hann skuli hafa átt svona lítinn skjátíma því hann er ósköp takmarkaður skúrkur. Ekki mikið hægt að gera við hann nema láta hann kasta peningi og vera brjálaðan.
Eru aðrir á þeirri skoðun að Two-Face hafi verið tilgangslaust element í myndinni?