Já..ég veit ekki allveg hvað mér á að finnast um þessa mynd svona á heildina litið…en ég ætla að skrifa hvað mér fannst um suma hluti í henni.
Þegar ég sá trailerinn fannst mér aðalleikarinn ómögulegur. Fannst hann líta út, eins og einhver sagði hérna fyrir ofan, eins og dópisti. En hinsvegar, þegar ég sá myndina þá breyttist skoðun mín á þessum leikara. Mér fannst hann orðinn bara mjög sætur og varð alltaf sætari og sætari sem leið á myndina. Einnig fannst mér hann leika mjög vel. Það var heldur enginn annar leikari sem stóð sig eitthvað áberandi illa…
Það sem mér fannst hinsvegar slæmt við þessa mynd var hversu ótrúverðug hún var (ég veit..hún á ekki að vera það) en kommon, *ATH MÖGULEGA SPOILER*
að lifa af þetta lestarslys! Og hvað þá þrjár aðalsögupersónurnar! Jájá..auðvitað getur það gerst…
Annars verð ég samt að vera ósammála ykkur hinum því mér fannst endirinn einmitt mjög góður og í raun kanski betri en myndin :P
Meðan ég horfði á myndinna fannst mér hún eiginlega ömuleg var mjög oft allveg: ,,Já..sure..þetta getur gerst!" Ég náði semsagt ekki að lifa mig nógu mikið inn í myndina og trúa því sem væri að gerast í myndinni.
Ekkert æðisleg mynd sem sagt en aðaleikarinn og endirinn bættu hana upp :)
An eye for an eye makes the whole world blind