Það er eitt sem ég skil ekki og það er hvernig sumir nenna að búa til ömurlegar myndir sem eru dæmdar til þess að mistakast.
Ég fór á The glass house áðan. Ok ég vissi ekki hvað ég átti að halda í byrjun en þó að myndin hafi verið ömurleg var hún samt frekar fyndin. T.d. þegar strákurinn ætlaði að tala í jarðaförinni þegar mamma hans og pabbi dóu en gat ekki talað út af kekki í hálsinum. Þetta átti að vera svaka moment en varð bara fyndið, strákurinn lék þetta svo ömurlega. Þessi mynd er mistök frá upphafi til enda. Ég vara fólk við henni!