Þú segir að þú gerir þér grein fyrir því að þeir séu að þykjast vera gangsterar, en samt fannst þér það vandamál hvað allir töluðu eins og fólk úr Sopranos? Lemmér að geta, þú ert að alhæfa yfir alla leikarana, jafnvel þó að þú meinir bara Michael Imperioli, er það ekki?
Já, hans karakter átti að vera alvöru gangster, eða það er það sem áhorfandinn á allavega að halda, jafnvel þó að við vitum ekkert hvort að þetta gæti verið símasölumaður frá Alabama.
Og hvaða tilviljanir ertu að tala um? Eina tilviljunin sem ég veit um er að hin alvöru Mexico Haraldur kemur í endann, annars er þetta bara alls engar tilviljanir. Ertu að tala um þegar gaurinn rennur á gólfinu? Þegar báturinn springur?
Svo notarðu þessa krakka myndlíkingu alltof oft, fyrir mér er þetta ekki eins og skrifað af krakka, og hvað í andskotanum áttu annars við með skrifað af krakka? Að hann sé að finna afsaknir fyrir öllu þessu asnalega? Myndirðu vilja að allt þetta “asnalega” hefði verið óútskýrt?
Eitt enn, hættu að segja að þínar skoðanir séu staðreyndir, sem þær eru ekki. Ólafur Jóhannesson þarf alls ekkert að hætta að leikstýra bara útaf óþroskuðum einstaklingi eins og þér, sem skilur ekki myndina. Og já, það er augljóst að þú gerir það klárlega ekki, jafnvel þó að þú segir að þú gerir það.
Ég skal alveg viðurkenna það að myndin er dálítið stefnulaus, en það er bara þannig, ekkert gaman ef að einhverjar myndir brjóta ekki hið hefðbundna kvikmyndaform. Hvernig hefði Pulp Fiction verið hefðu atriðin verið í réttri röð?
Ég held að þú sért bara fífl sem ert að leita að hlutum til að kvarta yfir. Ætti bara að róa þig niður og njóta myndarinnar fyrir það sem hún er, ekki dissa hana fyrir það sem hún er ekki, eða fyrir eitthvað sem þú sjálfur ert of hausþykkur til að skilja.