Annars hef ég séð ógrynni af myndum en engin endir situr jafn fast í mér og endirinn á The Devil's Rejects þegar þau Captain Spalding, Baby Firefly og Otis keyra eins og geðsjúklingar með byssurnar á lofti að vegatálma lögreglunar undir Free Bird með Lynyrd Skynyrd, eithvað ótrúlega raunverulegt og alltof svalt við þetta og þarna er slow motion við hæfi en ekki eithvað “bursta á sér tennurnar í tíu mínútur John Woo kjaftæði”
Svo stendur endirinn í The Bourne Ultimatum ennþá í mér en það var ótrúlega flott að sjá hana enda við Extreme Ways í smárabíói.
Og að lokum Trainspotting enda Born Slippy með Underworld og Evan McGregor að þylja upp rununa undir það algjört konfekt og tala nú ekki um brjálæðiskastið sem Begby fær.
Annars hvað finnst ykkur kæru hugarar og þá spyr ég um magnaðasta/minnisstæðasta endi ekki bestu fléttuna eða besta plottið.
Dyggur stuðningsmaður AS Roma frá hinni eilífu borg.. FORZA ROMA