Ég horfði á mjög athyglisverða mynd um daginn sem heitir Teeth. Hún fjallar semsagt um stelpu sem er með tennur í leggöngunum. Já þið lásuð rétt. Hljómar mjög illa en hún er mjög áhugaverð og vekur athygli á ofbeldi gegn konum. Þetta er hryllings-gaman mynd en sum atriðin eru svolítið ógeðsleg, horfði á hana með nokkrum strákum og þeim var ekki sama á tímabili. Góð skemmtun fyrir stelpur samt hah.

Linkur á imdb.com:
http://www.imdb.com/title/tt0780622/

Linkur á trailerinn á youtube
http://youtube.com/watch?v=yH8yuld4DUE

Ég ráðlegg öllum að kíkja á þessa mynd, hún kemur mjög á óvart:)