Leikstjórinn Paul Anderson ( Event Horizon ) sagði á einhverri horrormyndahátíð að Resident Evil myndin væri einmitt núna rated nc-17, en þeir ætla að klippa hana niður í HARD R-rated, þannig að það verður greinilega nóg ofbeldi í henni. Svo sagði hann að það yrði lítið af CG tæknibrellum í myndinni ( honum líkar það ekki mjög mikið ).
Nú koma kræsilegu fréttirnar:Hann talaði einnig um að gera framhald af Death Race 2000, þ.e. Death Race 3000. Og hann var áhugasamur um að fá Sylvester Stallone aftur í hlutverk sitt sem machine-Gun Joe Viterbo. Svo sagði hann að Event Horizon kæmi á Special Edition á dvd, og að hún yrði annahvort Director´s Cut eða fullt af deleted scenes sem extras á disknum!
Svo er Anderson áhugasamur um að gera mynd eftir tölvuleiknum Grand Theft Auto, en hann vildi lítið tjá sig um það. Hann sagði einnig að ef það kæmi grænt ljós á Aliens v.s. Predator myndina mundi hann leikstýra henni.
Þetta er nóg í bili!
<br><br>——————————
Kíkið á:
<a href=http://kasmir.hugi.is/Smokey/> Heimasíðuna mína og sveinbjo´s
Mikilvægar reglur til að fara eftir:Ekki sjá The One, Ekki sjá myndir með Jackie Chan, ekki horfa á popptíví, LEIGJA ALLAR MYNDIR SEM PETER JACKSON HEFUR LEIKSTÝRT, og munið:The One er slæm mynd!