Aðal pointið mitt hérna er að lögreglan á að hafa einkarétt á því að refsa glæpamönnum. Ég meina, hvað ef allir myndu bara taka lögin í eigin hendur? Það er bara stjórnleysi.
Ef við gefum nokkrum rétt á því (ekki lagalegan rétt auðvitað) þá gefum við öllum rétt á því að drepa “syndara” heimsins. Og “syndari” er náttúrulega orð sem er mjög háð túlkun hvers og eins.
Ég skil hvað þú átt við með þessu dæmi þínu, en þetta dæmi þitt er einfaldlega fantasía sem á ekkert skylt við raunveruleikann.
Hvað ef það væru menn þarna úti sem dræpu bara virkilega illt fólk, bjargaði óteljandi mannslífum og gerði það án þess fólk færi eitthvað að herma eftir þeim? Já, hvað ef? Og hvað ef það væru ekki til spilltir stjórnmálamenn eða öfgatrúarhópar eða skattsvikamenn etc etc etc…