Til þess hef ég séð of margar suddalega lélegar myndir.
Ekki skrýtið, enda berst okkur hingað nánast allt sem bandarískir kvikmyndagerðarmenn snýta úr nösinna á sér. Það er hinsvegar ekki tilfellið þegar kemur að þýskum myndum. Hvað hefuru séð margar þýskar myndir í heildina helduru? En Bandarískar?
Hingað til lands berast oft ekki “erlendar” myndir nema þær séu góðar.
Og já, by the way, ég neita að trúa því að þú hafir haft gaman af Nosferatu. Þetta er mikilvæg mynd í kvikmyndasögunni og stór áfangi í þýska expressíónismanum og allt það, en maður sem segist horfa á hana til skemmtunar en ekki fræðslu er að ljúga.
Nei nei, ég ætla ekki segja að það sé ekki hægt að hafa gaman af henni, en uppáhaldsmynd? Get the fuck outta here!