Þó svo ég skilji alveg hvað þú meinar, þá get ég bara ekki verið sammála þér að dvd myndir eigi ekki að kosta meira en 2000 krónur. Verð á DVD diskum fer eftir því hver á höfundarréttinn, hver sér um framleiðsluna, hversu mikið er lagt í digital restoration, sem og framleiðslu aukaefnis, auka hljóðrása, textunar og auglýsingagildi myndarinnar.
DVD Diskar kosta (þar sem verslanir borga með diskunum) 15-29 dollara. þetta eru einfaldlega 1500-3000 krónur. Ég á sjálfur 181 DVD mynd, og þar af einverjar 20 keyptar hérna innanlands, en í stað þess að rífast og skammast yfir tollum og öðru slíku, ættum við að vera FOKILL út í helvítis SAMMyndbönd, Skífuna, Myndform og rest, með það hvað útgáfa á DVD diskum hérna innanlands er alveg út í hött! Tökum leigumarkaðinn sem dæmi.. videoleigur fá 5 myndir í mánuði, þar af 2 með íslenskum texta.. hinar 3 eru bara endurpakkaðir innkeyptir titlar frá Bretlandi. SAMT er mér bannað að kaupa inn Breskar DVD myndir, og selja þær í verslaninr og vidoleigur hér á landi. Hvernig geta stúdíóin látið eins og DVD sé einhver bóla sem springur? Hvernig geta þeir látið Bónusvideo ráða því að það eru engar DVD myndir keyptar inn í landið??? Í Bandaríkjunum er útgáfan svona 400 titlar á mánuði. Í Bretlandi ( sem er í sama Region og við hér á klakanum ) eru um 100-200 titlar á mánuði, en heildarútgáfa DVD á íslandi er svona 30-40 titlar á mánuði, þar af 10% textað, og 80% rán/nauðgun í björtu.
Það er máski kominn tími til að fólk fari að gera eitthvað í þessum einokunarrisum hér á íslandi, því þeir stækka bara og stækka, og enginn gerir neitt í því! Hvernig stendur á því?