Hef ekki séð Semi-Pro en finnst Will Farrel alveg endalaust leiðinlegur leikari. (ofmetnasti leikari Hollywood í dag að mínu mati, en það er ekki það sem við erum að ræða hér :P)
Mér fannst Scary Movie 1 og 2 alveg endalaust fyndnar þegar þær komu á sínum tíma. En svo koma í kjölfarið alveg endalaust af þessari tegund grínmynda, Date Movie, Epic Movie, Superhero Movie, Meet the spartans, Not another teen movie, Scary Movie 3 og 4, sem eru svo illa gerðar að það bara nær ekki nokkurri átt. 98% af atriðum myndarinnar eiga að vera svo hrikalega fyndin en það bara er ekki að ganga upp. Ef þú berð þessar myndir sem ég taldi upp hérna áðan saman við „Alvöru“ grínmynd þá sérðu að ekki öll atriði í myndum þurfa að vera fyndin svo að myndin sé í heild fyndin. Þannig að þessar myndir fá falleinkun hjá mér.
The Grudge og The Ring. Ég fór á The Grudge í bíó og Guð minn almáttugur ég hélt ég mundi deyja úr hræðslu. Virkilega scary shit, enda alveg ferskt þá. Frekar ódýrt af Hollywood að taka bara japanskar hryllingsmyndir, smyrja Hollywood á þær og selja svo aftur, en mér fannst þessi mynd hafa hepnast mjög vel. Sama má segja um nokkur atriði í The Ring, en sú japanska var nokkuð hræðilegri að mínu mati. Fucked up myndir þetta eru á japönsku.
Balls of Fury. Hef ekki séð hana en ég dái Christopher Walken :P. Reyndar hef ég ekki mikið álit á þessari mynd, geri ráð fyrir að hún sé gerð eftir sömu formúlu og flestar 21. aldar grínmyndir frá Hollywood, það er að segja Super Bad, Employee of the Month og fleiri, sem ég hef ekkert sérstakt dálæti af. En einsog ég segi, hef ekki séð hana þannig að ég get ekki dæmt um það.
Börn eiga að sjást en ekki heyrast.