Ég er að leita að nafni á mynd sem ég sá í sjónvarpinu fyrir nokkuð mörgum árum síðan.
Hún gerist í seinni heimstyrjöldinni og sýnir allavega Þjóðverjana mikið.

Ég man að það var einhver gutti sem var rosalegur sniper, held að hann hafi verið Þjóðverji en vann fyrir Bandamenn. Hann allavega missti varla skot og var orðinn þekktur fyrir skothæfni sína. En fjölskyldan hans þekkti til hátt settra nasista og einn af þeim náði að vinna sér traust þeirra, borgaði systkinum gaursins fyrir að bursta skóna sína td. og náði svo að veiða uppúr einhverjum af systkinum gaursins að bróðirinn væri sem sagt þessi rosalegi sniper.
Þetta var allavega einhvernveginn svona.

Veit einhver hvaða mynd þetta gæti verið ?