Ég var að leyta mér af upplýsingum um dvd skrifara og komst ég af því að það er nú hægt að kaupa svoleiðis græju á um $600 í USA. En ég er að velta því fyrir mér hvort að einhver hafi einhverja reynslu á dvd skrifurum hérna. Og ef svo er þá hef ég nokkrar spurningar fyrir þessa gaura.
Þessir skrifarar sem ég hef séð hafa verið mest 2x hraða er hægt að fá hraðvirkari, á viðráðanlegu verði ?
Er hægt að kópera dvd myndir eða er kannski langt í að einhver snillingur brýtur þá vörn ?
Jæja $600 fyrir fyrir skrifara hvað kosta þá diskarnir erum við að tala um einhverja þúsundkalla á disk eða hvað ?
eh, mig dettur nú ekkert meira í hug til að spyrja um. En ef að einhver hefur eitthvað vit á þessu þá endilega svaraðu.
kveðja
SG