Bandaríski leikarinn Charlton Heston er látinn, áttatíu og fjögurra ára að aldri. Hann var áratugum saman einn af vinsælustu leikurum heims og lék hlutverk í stórmyndum um allt frá Móses til Michaelangelos.

Heston hlaut óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni Ben Hur árið 1959. Árið 2002 skýrði hann frá því að hann þjáðist af Alzheimers. Hann lést á heimili sínu í Beverly Hills.

Charlton Heston var vinsæll leikari, en tók að sér umdeilt hlutverk sem formaður samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum. Hann sagði eitt sinn á fundi samtakanna að ef andstæðingar byssueignar vildu taka af honum byssuna yrðu þeir að losa hana úr köldum, dauðum krumlum sínum.

:(