Vantage point
Þetta er önnur myndin sem ég hef séð í bíó á þessu ári. Hin var 10.000 bc(almesta sjónmengun sem ég hef séð í bíó). Vantage Point er hreint út sagt frábær. Við fáum að sjá,með augum 8 einstaklinga, þegar tilræði er reynt við Bandaríkjaforseta. Þessi atburður er rakin hvernig þessir 8 einstaklingar upplifa það. Ég hef ekki séð ferskari mynd lengi. Handritið er flott og leikararnir fínir. Mæli hiklaust með henni. Ég viðurkenni að það var orðið þreytandi að sjá sömu 10 mínúturnar aftur og aftur, en þegar lokakaflinn sér maður hvernig þessar 8 útgáfur á tilræðinu fléttast snilldarlega saman. Meðal þeirra þekktustu í myndinni eru þeir Dennis Quaid og Forrest Wihtaker og Sigourney Weaver. Topp mynd.