Munurinn var sá að HD-DVD diskur var annaðhvort 15 eða 30 gígabæt (single eða dual layer).
Blu-Ray diskur er 25 eða 50 gígabæt (single eða dual layer).
Þeir buðu báðir uppá svo til sömu myndgæðin (1080p…s.s. 1920*1080 punkta upplausn), og var notast við sömu þjöppunina fyrir bæði formötin. MPEG-2, VC-1 eða AVC.
Stærsti munurinn var hinsvegar sá að þessi auka 20 gígabæt sem skildu á milli gerðu það að verkum að á HD-DVD diskum var yfirleitt ekki pláss fyrir lossless hljóðrásir eins og blu-ray diskar bjóða undantekningalítið uppá. Þar á meðal eru DTS-MA, Dolby True-HD og PCM Lossless. Gamla Dolby Digital og DTS eins og er á DVD diskum er raunverulega ekki ósvipað og MP3 skrár. Hver rás er þjöppuð alveg i stöppu til að koma hljóðinu fyrir á disknum. Þegar þú ert með Lossless rás eins og blu-ray býður uppá, ertu í raun að hlusta á það sama og gaurinn er með í höndunum sem mixar hljóðið fyrir myndina, þ.e. stúdíó masterinn.
Ef maður er með heimabíómagnara sem getur decodað þetta lossless hljóð, þá er fáránlegur munur á hljóðinu á milli HD-DVD og Blu-Ray.