það sem ég er að reyna að segja að mynd með efni sem fær mann til að hlægja, tel ég ekki vera í háum gæðaflokki kvikmyndaega séð, aðeins með gott skemmtanagildi og það stendur eitt.
Afhverju ekki?Afþví bara?
Þú getur ekki sagt mér afhverju “alvarlegar” myndir eiga meira rétt á sér en grínmyndir (þegar kemur að því að kalla myndir góðar). Þú ert að gera ráð fyrir því að grínmyndir geti bara fengið okkur til að hlæja og ekkert meira. Þetta er bara bull.
Þú getur einfaldlega ekki metið allar myndir útfrá sama staðal (sem þú býrð til af handahófi).
Góð grínmynd er góð grínmynd. Góð dramamynd er góð dramamynd. Þetta er tvennir ólíkir hlutir og þú hendir þeim ekki einfaldlega undir sama hatt. Báðar myndirnar geta samt sem áður verið að reyna að segja okkur sömu hlutina í formi satíru eða ádeilu svo staðhæfingar um mikilvægi einnar kvikmyndagreinar yfir aðra er bara innantóm sjálfsfróun og vitleysa.
Já, þetta tónlistardæmi mitt var út í hött, enda átti það að vera það. Ég er bara að reyna að undirstrika fáránleikan í því að búa til fáránlega staðla ,og dæma allt á milli himins og jarðar útfrá þeim, með því að taka rökfærslu þína og setja hana upp í sitt öfgafyllsta form. Sumir myndu kalla það “satíru”. Aðrir myndu kalla það strámann. Ég býst við því að það sé eitthvað til í bæði.
En er það bara ein kvikmyndastefna sem þú telur ekki eiga séns á því kallast góð? Hvað um hryllingsmyndir? Geta þær verið góðar? Er hræðsla göfugra og “mikilvægara” fyrir kvikmynd en hlátur?
Hvað um vísindaskáldskap?
Dr. Strangelove er jú góð mynd, einfaldlega vegna þess að Kubrick getur gert góða mynd úr öllu hann fer bara svo vel með allt, handritið, leikinn, leikstjórnina, förðunina og allt. þetta sem ég nefndi er það sem bendir til þess að kvikmynd sé góð, Dr. Strangelove hefur þetta allt, hins vegar þarf efni kvikmyndar ekki að gera hana góða þe. söguþráður og stefna, og Dr. Strangelove er að mínu mati mjög gott dæmi um það að það er ekki efni hennar sem gerir hana góða.
Svo það er ekki efni hennar sem gerir hana góða en hún er samt með gott handrit?
Og það er hemskuleg alhæfing hjá þér að segja að Dr. Strangelove sé góð “afþví að hún er grínmynd” það hvers og eins að meta og persónulega er ég ekki sammála þessari skoðun eins og þú hefur vafalaust áttað þig á.
Ég á rosalega erfitt með að átta mig á þig, því miður. Áðan var Dr Strangelove næstum því góð. Núna segjiru að hún sé góð, en bara af því að Kubrick var svo mikill snillingur og afþví að myndin hefur svo gott handrit (en samt ekki gott efni. hvað svo sem það þýðir) og FÖRÐUN - þú ert aldrei að fara að sannfæra mig um það að þú hafir horft á Dr Strangelove og tekið eftir því hvort að það hafi verið góð förðun í henni eða ekki - , ekki afþví að hún er góð grínmynd (því við vitum öll að það er ekki til, er það ekki?), en hún er samt grínmynd, sem ætti eitt og sér að splundra það-eru-ekki-til-góðar-grínmyndir kenningu þína í tætlur.