Eru þetta sterkar ásakanir? Áttu virkilega erfitt með að trúa því að það eru margir þarna úti sem einfaldega hafa ekki gaman af Óskarnum?
En fínt. Mér finnst þetta ómerkileg, tilgerðarleg verðlaun sem veita ekki endilega viðukenningu eftir gæði, og þó svo að þau gerðu það þá er athöfnin sjálf svo hrikalega leiðinleg og klisjukennd að það engu líkara en hún sé bara til staðar til að vera einhver sorglega ófyndin paródía af sjálfu sér.
“Við bjóðum velkomin á sviðið frægu sætu leikkonuna og manninn sem mun aldrei vinna þessi verðlaun”
*klapp klapp klapp klapp*
Fræga sæta leikkonan: “Já. Tom. Það. Eru. Svo. Sannarlega. Góðar. öhm….*hvar er skjárinn sem ég á að lesa af. fokk fokk. aaah, já þarna er hann* …myndir. Sem .Eru. Tilnefndar. Hér. í. Kvöld.”
Maðurinn sem mun aldrei vinna þessi verðalaun: "Já. Svo. Sannarlega……Ashley. En. Þessar. Myndir. Hefðu. Aldrei. Getað. Orðið. Svona . Góðar. Ef. Ekki. Hefði. Verið. Fyrir. Leikaranna.
Fræga sæta leikkonan. Nei. Án. Þeirra. Væru. Þær. bara. eins. og. [sniðug tilvísun í eina slúðurfrétt ársins].
*Hahahaha* *klapp klapp klapp*
Maðurinn sem mun aldrei vinna þessi verðlaun: Haha. En. Tilnefndir. Til. Verðlauna. Fyrir. Besta . Leik. Í. Aðalhlutverki. Eru….
Tilnefningar eru lesnar upp, vinningshafi er valinn og við fáum að heyra hann halda leiðinlegustu, óhágaverðustu þakkarræðu í sögu þakkaræðna og íhuga það hvort að við höfum virkilega ekki eitthvað betra við tímann okkar að gera.
Og svona gengur þetta í 4-5 fucking klukkutíma, með vel tímasettu auglýsingahléi á tveggja sekúndu fresti með sömu fucking auglýsingunum í hvert einasta skipti.
Svo þarf ég líka að taka það fram að ég einfaldlega treysti ekki akademíu sem velur myndir eins og Rocky,Dances with wolves, Forrest Gump, The English Patient, Titanic, Shakespeare in love, Chicago og Crash fram yfir myndir eins og Network, Taxi Driver, Goodfellas, Shawshank redemption, Pulp fiction, Fargo, As good as it gets, Good Will Hunting, LA confidential, Saving private Ryan, Thin red line, LOTR:TTT, The Pianist, Good night and good luck, Capote og Munich.