Sælt veri fólkið. Ég ætla að taka það fram að þessi þráður er fyrir fólk sem séð hefur myndina Cloverfield. Mögulegir spoilerar.

——————————————

Ég fór á Cloverfield um daginn og fannst mér hún satt að segja fullkomin. Ég hugsaði með mér:

Ætli þeir myndu ganga það langt og taka þá áhættu að gera framhand?

Með því gætu þeir farið virkilega illa með það fyrirbæri sem þessi mynd er. Í viðtali við fréttamann sagði leikjstóri Cloverifield, Matt Reeves, eftirfarandi er hann var spurður um möguleika að framhaldi:

“While we were on set making the film we talked about the possibilities and directions of how a sequel can go. The fun of this movie was that it might not have been the only movie being made that night, there might be another movie! In today’s day and age of people filming their lives on their iphones and handy cams, uploading it to youtube…That was kind of exciting thinking about that.”

Nú vitum við öll hvernig þessir menn vinna. Umluktir leynd við hvert fótmál. Einnig finnst þeim afar skemmtilegt að “fokka” í fólki, láta það pæla, gruna og nánast hlaupa í hringi í orðsins fyllstu merkingu. En þetta gæti svo sannarlega talist sem vísbending.

Hvað finnst ykkur um þetta og hvernig haldið þið að framhald gæti gengið upp ef það væri gert?

Nú hef ég verið að lesa svolítið á ýmsum forumum þar sem fólk hefur tjáð sig um það sem það mundi vilja sjá. Það er eitt sem ég sé ótrúlega marga segja og er það einmitt það sem ég hræðist ef framhald yrði gert. Það var mynd frá sjónarhorni hersins, vísindamanna og öllum sem því tengjast. Fram kæmi hvaðan þessi vera kom, hver hún er og allar aðrar upplýsingar um hluti sem komu ekki fram í þeirri sem nú er í bíó. Þarna væriru, að mínu mati, að taka ALLT það sem var heillandi við Cloverfield. Það sem mér fannst svo frábært við þessa mynd er það að maður veit ekki neitt. Maður á ekki að vita neitt = raunveruleiki. Ef þið væruð í NY og þetta gerðist þá myndu þið ábyggilega ekki vita hvað þetta væri og þið myndur ábyggilega deyja. Einnig gerir svona hand-held cam tæknibrellurnar mun raunverulegri og trúanlegri.

Framhald sem gæti gengið upp:

Sama atburðarás tekin upp í H.U.D (heads up display -skemmtileg tilviljun þar sem camerumaðurinn hét Hud ;) þar sem annar hópur af fólki upplifir þetta sama kvöld á annan hátt.

En ég held að þeir ættu bara að láta þessa einu duga…..