SPOILER!!
Alveg hreint út sagt frábær mynd.
Las gagnrýnanda í Mogganum, Fréttablaðinu eða 24 Stundum gefa þessari mynd 2 stjörnur…hann talaði alveg með endaþarminum!! Vissi ekkert í sinn haus.
Myndatakan var frábær. Ekki þetta venjulega leiðinlega dæmi. Þetta er svona “alvöru”.
Hefði samt mátt sleppa þessum litlu kvikindum sem átu alla. Minnti mig á smækkaða útgáfu af Starship Troopers pöddunum. En sjálft skrímslið eða skriðdýrið (hvað sem þetta var), það var heví kúl.
Sá að sumir voru að segja að leikararnir voru ekkert spes. Er alveg ósammála. Fannst “Rob gaurinn” leika þetta alveg frábærlega, mundi vilja sjá hann í fleiri myndum. En myndatökugaurinn Hud var líka mjög góður. En það hefði mátt sleppa þessum djókum hjá honum inná milli þegar allt var í skít. Fór svo í taugarnar á mér. Og nasty hvernig Marline gellan dó eftir bitið!
Og þótt endirinn hafi verið frekar sorglegur þá var það samt geðveikt fallegt þegar þau sögðust elska hvort annað rétt áður en þau dóu :l