Núna er ég búinn að horfa á alla 10 þættina tvisvar og bíð eftir að sjá þessa seríu í þriðja sinn á stöð tvö. Bendi á að ég fékk þættina af netinu. Þessir þættir eða framhaldsmynd “miniseries”
eru komnir í fyrsta sæti yfir þætti sem ég hef séð. Tóku sætið af The Sopranos. Aðallega að því ég tel mig geta horft á þessa aftur og aftur.
Band of brothers er um Bandaríska fallhlífahermenn sem börðust í seinni heimstyrjöldinni. Þættirnir eru sannsögulegir og gerðir eftir bók Stephens Ambrose. Hér eru alls 8 leikstjórar þ.á.m
Tom Hanks sem leikstýrir fyrsta þættinum. Steven Spielberg og Tom Hanks sjá um framleiðslu með fleirum.
Flestir leikaranna hafa ekki sést á mínu sjónvarpstæki. Allir leikararnir standa sig mjög vel en hafa allir jafn stór hlutverk.
Ég mæli með að ALLIR sem hafa stöð 2 horfi á þessa þætti, sérstaklega ef þeir skemmtu sér vel yfir Saving Private Ryan og ef þið hafið ekki stöð 2 látið taka þá upp fyrir ykkur =)