Kannski svolítið öðruvísi spurning, en ég var að koma af úr bíó af myndinni Brúðguminn, og í einu atriðinu er lag sem mig langar alveg rosalega að muna.
Fyrir ykkur sem hafið séð hana er þetta atriðið þar sem þau borða úti og þau byrja öll að syngja þetta í enda atriðisins. Klassískt íslenskt lag, en ég get bara ekki munað hvernig það var. Eitthvað í sambandi við ‘Vorið’ situr í mér, en það þarf ekkert endilega að passa.
Skrýtin spurning, ég veit, en vonandi getið þið hjálpað mér :)