Ég var að enda við að sjá Being there í annað skiptið.Mér finnst þetta góð mynd peter sellers leikur þetta mjög vel.
Fyrir þá sem hafa séð myndina er ég með eina spurningu, hvað finnst ykkur um lokasenuna þegar Chance gengur á tjörninni og hvað finnst ykkur hún eiga að tákna?
Mér þykir líklegt að lokasenan eigi að sýna fram á hvernig fólk hafði verið blekkt allan tíman og að gangan á vatninu hafi verið álíka fáránleg og misskilningur fólks á þessum einfalda, fáfróða manni. Þetta er bara eins og ég upplifði senuna og myndina í heildina.
Endilega komið með ykkar skoðanir á myndinni.