Í Nóvember var flett 69,573 sinnum á áhugamáli þessu og 18. sætið staðreynd. Desembermánuður var ágætur og flettuð þið kæru notendur 78,569 sinnum á kvikmyndum. Þetta hífði okkur uppí….






17. sætið!

Og inní þessu er síðan forsíðan og háhraði sem varla teljast til áhugamála.

Fyrir ofan okkur eru áhugamál eins og /hudflur, /hjol og /tiska, og er það mér alveg gjörsamlega óskiljanlegt hvernig það getur gerst og verð ég mjög vonsvikinn muni það henda í janúar.

/hjol er okkar helsti keppinautur af þessum sem ég nefndi en þar var flett tæplega 120.000 sinnum í desember og er það kannski fullmikil bjartsýni að ætlast til þess að kvikmyndir komist upp fyrir þessa hjólagutta. Flettingar hafa nú samt aukist jafnt og þétt á síðustu mánuðum og ættu samkvæmt því sem heilbrigð skynsemi segir mér að slefa yfir 85.000 flettinar í janúar, það er að segja komi einhverjar merkilegar greinar inn.

Hér er síðan heildarlistinn:

http://static.hugi.is/stats/desember_2007.pdf