Það eru einungis tvær nýjar myndir í bíó þessa helgi, önnur þeirra er Disney myndin Enchanted sem sló rækilega í gegn þegar hún var frumsýnd í kvikmyndahúsum vestra.
Sagan segir frá, að mér skilst, einhverri teikniprinsessu sem er send inn í hinn raunverulega heim af illri norn en þar lendir hún í alls kyns ævintýrum og kynnist meðal annars lögfræðingi, leikinn af folanum Patrick “McDreamy” Dempsey og verður hún alveg ástfangin í drasl.
Þetta ætti að hljóma ágætlega fyrir ungu kynslóðina en hentar þetta harðkjarna hugurum?
Hér er trailerinn fyrir Enchanted:
http://topp5.is/?sida=biobrot&id=605