Simon Pegg sló í gegn í Bretlandi með þáttunum Spaced, sem var skemmtileg blanda af góðum kvikmyndahúmor í bland við steiktan húmor.
En hann sló í gegn á heimsvísu með gaman-hryllingsmyndinni Shaun Of The Dead.
En núna er hann búin að gera mynd með David Schwimmer þar sem hann leikur mann sem er að reyna að koma sér í form til að fá kærustuna sína aftur, en hann yfirgaf hana á brúðkaupsdaginn fimm árum áður.
Fyrir þá sem ekki vita er David Schwimmer frægastur fyrir það að leika fornleifafræðinginn Ross í sjónvarpsþáttunum Friends. Þetta er jafnframt fyrsta leikstjórnarverkefni hans sem kemur í kvikmyndahús, en hann leikstýrði áður sjónvarpsmynd og nokkrum Friends þáttum.
Þess má geta, fyrir aðdáendur Black Books, að Dylan Moran leikur besta vin Simon Pegg í myndinni og er jafnframt sá sem hjálpar honum hvað mest að komast aftur í form.
En nóg um það, hvað fannst ykkur um myndina?