Já, þá eru Alvin og Íkornarnir komnir í bíó, allir sem einn. Þeir eru byggðir á samnefndum teiknimyndaþáttum frá árinu frá árunum 1961 og svo aftur 1983.
Þeir eru hvað frægastir fyrir The Chipmunk Song sitt sem kemur án efa fram í þessari mynd, en fyrir þá sem ekki vita var The Chipmunk Song jafnoki Crazy Frog lagsins með álíka tölvugerðri rödd og fígúrum.
Myndin sjálf fjallar um það að Alvin og vinir hans, Theodore og Simon, taka þátt í söngvakeppni í anda American Idol.
En nóg um söguþráðinn og baksögu myndarinnar, hvernig fannst ykkur myndin?
Bætt við 18. desember 2007 - 00:02
ATH: Þetta er ekki rétt hjá mér því að þeir taka víst aldrei þátt í söngvakeppni, heldur verða frægir út á sönginn sjálfir og án hjálpar einhvers sjónvarpsþáttar. En Jason Lee leikur sönglagahöfund sem verður rekinn frá útgáfufyrirtæki sínu og kemst svo í kynni við Alvin og félaga sem slá í gegn. Meira segi ég ekki.