Shrek 3 er meira svona fyrir yngri kynslóðina.
Já ekkert fyrir þig háfullorðinn manninn:)
Æi mér finnst bara fyndið hvað allir pre-teens verða rosalega fullorðnir alltaf.
Ég var svosem ekkert skárri sjálfur, hætti að horfa á Simpsons á þessum aldri (12-14) því allt í einu urðu teiknimyndir of barnalegar fyrir mig. :b
Þú tilheyrir nú ennþá yngri kynslóðinni nema þú sért að tala um alger smábörn… og ég get sagt þér það með 100% vissu að Shrek 3 var
ekki ætluð eingöngu 13 ára og yngri. :)
Reyndar tel ég Shrek 3 höfði til
eldri aldurshóp en td 300… þekki ekki margar 25+ ára sem hafa gaman af töffaralátunum í 300 en flestir skemmta sér ágætlega yfir húmornum í Shrek 3 þó brandarinn hafi verið farinn að þreytast í þriðju umferð.
Annars hef ég ekkert út á listann þinn að setja enda er þetta listinn þinn :)