ég var í bíói í álfabakka um daginn með litlu bróður mínum tvem og mömmu, og í hléinu fórum við að kaupa okkur meira popp og kók, það var nokkur röð sem var skiljanlegt. En hvað með það, röðin gekk alveg ótrúlega hægt, og þegar það var að verða komið að okkur var sagt að myndin sem ég var að horfa á væri að byrja. En eftir að ég var búinn að setjast í sætið var myndin bara alls ekkert að byrja og ég hefði getað keypt mér það sem ég vildi kaupa, en þá var allt of lítill tími til að fara aftur og kaupa! En til að toppa allt þá stóð að það ætti bara að borga fyrir mig og mömmu, 600 fyrir mig og 900 fyrir mömmu, en þegar ég kom heim leit ég á miðana og sá að það hafði verið rukkað af okkur 50 kr meira á báðum miðunum!!!! þar að segja að miðinn minn sem átti að kosta 600, var rukkað meira og við borguðum 650 fyrir hann! og sömuleiðis hjá mömmu! miðinn átti að kosta 900 kr, en við þurftum að borga 950 fyrir hann!
mér finnst þetta ekki nógu gott og ég vill bara koma þessu á framfæri! takk fyrir mig!