Ég sá þessa mynd áðan með engar væntingar, sérstaklega þegar ég komst að því að hún var frumsýnd í sjónvarpi í Bandaríkjunum, en hún kom mér alveg gjörsamlega á óvart. Hún er vel leikinn af öllum, gott spennandi plott með góðri framvindu og endi. Mér fannst hún bara alveg frábær.
Brosnan er fantagóður og þykir mér sorglegt hvað hefur farið illa fyrir honum í Hollywood undanfarið. Hann hefur reynt að gera margar myndir eftir að hann hætti með Bond og engin þeirra hefur verið neitt yfirburða léleg, en þær fá enga athygli og græða enga peninga, rétt eins og þessi.
Hann á betra skilið, greyið.
En ég mæli hiklaust með þessari mynd fyrir alla þá sem vilja gleyma sér í smástund.
PS - Ég vildi ekki skrifa þetta í umræðuna sjálfa, til að gera þetta aðeins meira hlutlaust.