Ég vil kasta fram hugmynd um smá breytingar áður en ég fer að biðja yfir/vefstjóra að framkvæma hana.

Hún er eftirfarandi: Að búa til nýjan korkaflokk sem heitir “Nýtt í bíó” þar sem myndi koma korkur um hverja mynd sem frumsýnd er hverja helgi. Þ.e., á föstudegi myndu detta inn ca. 5 korkar um allar nýjustu myndir helgarinnar. Notendur vilja kannski fara að búa til kork eingöngu til þess að koma því á framfæri að þeir hafi séð Hitman í kvöld og viljað endurgreiðslu, þá væri um að gera að tjá sig á “Hitman” korkinum sem þegar væri kominn upp!

Hvað finnst þér?

Bætt við 6. desember 2007 - 19:11
Þessi korkar yrðu samt alls ekki innihaldsríkir heldur einungis hugsaðir í þeim tilgangi að notendur geti komið skoðunum sínum á framfæri í formi svara.