í gær fór ég ásamt vinum mínum á Nexus forsýninguna á Lord of the rings: Fellowship of the ring í Laugarásbíói. Ég var mættur þarna svona klukkutíma á undan sýningu myndarinnar. Þarna var allt pakkað af fólki og kom ég auga á nokkra í búningum og með vopn. Maður sá strax af það var massa fílingur í öllum á svæðinu. Þarna var kynningar á LOTR vörum er fást í Nexus. Svo fór ég inni í salinn…. Þá komu einhverjir gaurar upp á svið og buðu alla velkomna og það var mikið klappað er trailerarnir komu og svo kom myndin og allir þögnuðu…. ÞESSI MYND ER SVO MIKIL SNILLD AF ÉG GET VARLA LÍST HENNI… Ég vill ekki vera að segja frá myndinni þannig að ég get aðeins sagt eina setningu: SJÁÐU MYNDINA!!!! HELST NÚNA!!! BARA STRAX!!! EKKI BÍÐA FRAM Á FRUMSÝNINGUNA!!! GERÐU HVAÐ SEM ÞARF TIL AÐ SJÁ HANA!!!! Það er allt fullkomið í þessari mynd: Leikstjórnin (og leikstjórinn hann er minn uppáhalds leikstjóri) er snilld og maður finnur allar tilfinningar sögupersónanna, sorg, reiði og allt saman. Grafíkin er betri en ég bjóst við, sérstaklega er atriðið með Balrock, það er guðdómlegt. Myndatakan er æðisleg og leikurinn er stórkostlegur, sérstaklega leikur Ian Mckellan (Gandalf) og Christopher Lee (Saruman).
SJÁIÐ ÞESSA MYND ANNARS MUNUÐ ÞIÐ LIFA ÖMURLEGU LÍFI FRAM TIL DAUÐADAGS!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Wappi, einn af fjölmörgum heppnu sem hafa sé Lord of the rings: Fellowship of the ring.