Er einhver annar en ég þreyttur á öllum þessum “þrillerum” og “tryllum” sem eru að koma út? Það er ekki nóg að fólk tali um “þrillerana” við annað fólk heldur eru blöðin og sjónvarpið að nota þetta orð óspart.

Við vorum komin með flott íslenskt nafn sem lýsti þessari tegund mynda mjög vel og tók ekkert of langa tíma að segja. En neeee-eeei það þarf auðvitað að hætta að kalla þetta spennumyndir og byrja að kalla þetta þrillera.

Hvað eigum við að gera næst? Fara að taka upp á því að kalla steina rocks með tveimur káum upp á flippið, eða?