Þriðja ræman með Spider-man er komin á DVD og reyndar BR líka. En ég lét mig duga að kaupa DVD. Spider-man serían hefur verið upp og ofan. Áður en ég fór að horfa á þá þriðju setti ég hinar í. Fyrsta myndin hefur elst illa og fannst mér hún bara hál hallærisleg. Tobey hálf vandræðalegur í hlutverki sínu. Önnur myndin var allt í lagi. Sú þriðja kom mér hins vegar á óvart. Flestir komu nokkuð vel úr sínu hlutverki, sérstaklega Thomas Haden Church sem Sandman.
Myndin: Peter Parker(maguire) er að hugsa um að koma
sambandi sínu við Mary Jane(Dunst) á næsta stig og biðja hennar. Þær áætlanir fara úr skorðum þegar hann kemst að því að nýjar vísbendingar lögreglu benda að það var Flint Marko(Church)sem verður Sandman hafi myrt Ben frænda hans. Líka að svart gums úr geimnum tekur sér bólfestu á líkama Peter
og breytir persónuleika hans, dregur myrku hliðina
í honum. Hann nær að losa sig við þetta aðskotadýr en það lendir á Eddie Brock(Topher Grace) sem breytist í Venom. Þannig berst hann við 2 ilmenni.
Diskurinn: Myndin kemur í 2.40:1. Ég hef ekki séð
betri myndgæði í langan tíma. Myndin er kristaltær
og litir bjartir og skýrir. Nánast engir gallar á myndinni
Hljóðið er hefðbundna 5.1 og er frábært í alla staði.
Spider-man 3 kemur með aukadiski sem er stútfullur að aukaefni sem fer ítarlega í gerð myndarinnar. Þettar er án efa flottasti disurinn í seríunni og sem hefur komið út á þessu ári. Mæli hiklaust með honum.