Mín skoðun er sú að Hollywoodpakkið hafi misst hæfileika sína eftir að hafa gengið inní nýju öldina. Seinasta frábæra mynd sem gerð var er líklegast Fight Club. Frá árinu 1999. Kvikmyndir í dag eru bara ekki kvikmyndir. Í fyrsta lagi er allt orðið stafrænt. Frá upphafi kvikmynda hafa menn gert kvikmyndir á sama hátt. Með filmum! En þetta diggital crap, er eitthvað svo alltof perfect! Svo er það líka ofnotun á tölvubrellum. Heilu senunar sem eru tölvuteiknaðar. Svo eru það líka titlanir sem fara mjög mikið í mig. Núna í dag þegar það er verið að gera kvikmyndaseríur, þykir eitthvað svo kjánalegt að nota númer. dæmi. Rocky, Rocky II, Rocky III, Rocky IV, Rocky V og ROCKY BALBOA! Núna í dag þykir flott að gera framhöld af gömlum seríum, eins og Die Hard, Rocky, Bewerly Hills Cop, Rambo, Indiana Jones Turtles, Star Trek o.m.f.l. tökum Rocky sem dæmi. Fyrstu fimm Rocky myndirnar eru gerðar á 14 árum. Milli 1976-1990. Svo 16 árum eftir á er allt orðið öðruvísi. Ég meina afhverju gera þeir ekki myndina eins og hinar. Og gefa sjöttu Rocky myndinni titilinn “Rocky VI”. Eins og ég tala um númeruð framhöld. Því fleiri sem framhöldinn verða því meira nauðsynlegt er að númera þau, þannig að í framtíðinni, geta þáverandi kynslóðir ekki vitað í hvaða röð myndirnar komu án þess að gera smá rannsókn fyrst. svo ekki sé minnst á titil nýju Die Hard myndarinnar “Live Free or Die hard” og titillinn á elleftu Star Trek myndinni er bara einfaldlega “Star Trek”, Samt er þetta ellefta myndin. Fyrsta Star Trek myndin fékk titilinn, Star Trek: The Motion Picture, svo koma númeruð framhöld, þannig að ef einhver sem er ekki mikið inní kvikmyndum ætlar að kanna Star Trek seríuna, mun hann mjög líklega ruglast og halda að ellefta myndin sé númer I. Svo hata allir nútimakrakkar Gamlar myndir, afþví að núna í dag má ekki líða sekúnta þar sem “actionið” stoppar. Svo eru það aldurtakmörkin, Á síðustu 2-3 áratugum var mjög mikið um myndir sem voru “R-rated” sem er það sama og 18 í evrópu. Núna virðist það dautt. Við getum tekið Die Hard og Alien sem dæmi. Die Hard (R), Die Hard 2 (R), Die Hard wih a vengance (R), Die Hard 4.0(PG-13) sem þýðir það sama og 12 í Evrópu. Og það er eins með Alien. Allar fjórar alien myndirnar eru R, og báðar Pretator, en AVP, Hún var Pg-13. Í fyrstu þrem Die Hard myndunum var John Mclane ofurtöffari sem reykti eins og skorsteinn, blótaði FUCKFUCKFUCK, eins og geðsjúklingur, og myndirnar innihéldi mikiðmikiðmikið blóð. Svo höfðu allar fyrri Die Hard myndirnar Sama “Intro”, nema Die Hard 4.0, Það er eins með james Bond, allar myndirnar innihalda ódauðlegt “intro” sem allir þekkja, en Casino Royale. NEI. Svo er það eitt sem fer alveg rosalega í mig. Og það eru ENDURGERÐIR, Núna í dag mega ekki vera til gamlar, góðar kvikmyndir. það verður alltaf að endurgera þær og hafa þær nútímalegar og ljótar! Núne er verið að endurgera Logan's Run, Barbarella, The Island, Ring, Grudge, Halloween, Friday the 13th, Texas chainsaw massacre, the Hitcher, og margar Hitchcock myndir, eins og Psycho Rear Window, Mr. & Mrs. Smith og The Birds. Svo er engin að fíla þessar endurgerðir! Svo er það líka svona Reboot, Eins og Batman Begins og Casino Royale. Þegar Crish Nolan fór að gera svona “Reboot” á Batman, þá fóru allir að gera svona “Reboot”. Og svo eru það líka hryllingsmyndir í dag. Fyrir mér eru hryllingsmyndir í dag eginlega ekki til því að allar hryllingsmyndir eru endurgerðir af gömlum og góðum.
Það er bara Stareynd.
KVIKMYNDIR Í DAG SÖKKA!!!!!