Ekki ónýtt í merkingunni að það sé eitthvað skemmt heldur er ekki verið að nýta það í augnablikinu.

Þar sem Triviunni var að ljúka þarf eitthvað nýtt og djúsí í þennan dálk sem nú er tómur. Ég var að velta fyrir mér einhverju eins og “Mynd vikunnar” þar sem notendur/stjórnendur velja einhverja góða ræmu sem “allir” eiga síðan að vera búnir að sjá í vikulok. Þá gæti komið korkur og verið einhver smá umræða um myndina. Það tekur ekki mikinn tíma fyrir okkur stjórnendur að skrifa í þetta og gæti því haldist nokkuð virkt :)

Eða að það komi upp svona Q&A dálkur með spurningum sem notendur fá að svara spurningalista. Þetta klassíska, “Uppáhalds mynd” og allt það. Málið er bara að það þarf að afrita og líma heilan helling og það er leiðinlegt.

Persónulega er ég hrifinn af þessu efra en hvað segið þið?