hvaða atriði hefur hrifið ykkur hugara mest í gegnum tíðina? Grátur, skelfing, sorg og þess háttar atriði. Þetta er ekki spurning um uppáhalds quote.


Mín eru tvö talsins og eru þessi eftirfarandi

loka atriði Of Mice and Men

*spoiler* þegar George skýtur Lenny í hausinn eftir að hann er búinn að segja honum drauma þeirra. Fékk mig næstum til að skæla :(
*spoiler endar*

byrjunar atriði 28 weeks later

*spoiler* Þegar Don neyðist til að skilja konu sína eftir þegar hinir sýktu ráðast á kot sem þau bjuggu í skjóli frá sýktu með 3 öðrum og gömlum hjónum sem létu ekki hina sýktu einu sinni skilja sig að. Mjög erfitt að horfa á Carlyle horfa til baka á sprettinum þar sem hann sér konuna sína hrifsaða úr glugganum kallandi á eftir sér.
*spoler endar*

Stórleikur Robert Carlyle í 28 weeks later og John Malkovich í of Mice and Men gera þessar tvær að myndum mjög ofarlega á lista hjá mér og hvet ég fólk til að kíkja á þær as soon as possible
Dyggur stuðningsmaður AS Roma frá hinni eilífu borg.. FORZA ROMA