Ég var svona að spá hvernig þið væruð að fýla þessa mynd. Hún var ein af mörgum myndum sem ég ákvað að sjá í sumar og rétt áður hafði ég séð 2001: A Space Odyssey sem mér fannst mun betri!
Dr. Strangelove finnst mér ekki vera skemmtileg mynd. Eina sem mér fannst áhugavert var að fylgjast með fjölbreytileika hlutverka Peter Sellers og punktur! Myndin á víst að vera grínmynd en ef ég hefði ekki vitað það fyrir hefði ég haldið að þetta væri bara léleg stríðsmynd!
Mér finnst hún stórlega ofmetin og hún á ekki skilið 21 sætið á top 250 á imdb.
Kannski þarf ég að gefa henni annað tækifæri en ég horfði á hana með tveimur félögum mínum sem hafa góðan smekk á myndum og við urðum allir fyrir vonbrigðum!
A Clockwork Orange, Full Metal Jacket, 2001: A Space Odyssey og The Shining tróna yfir þessa mynd!
Hvað finnst ykkur hugarar um Dr. Strangelove: Or How I LEarned to Stop Worrying and Love the Bomb?