Mér finnst langskemmtilegast að hlusta á audio commentary. Að sjálfsögðu eru þau misáhugaverð en flest þeirra eru góð. Auk þess finnst mér gott að hafa heimildamyndir um gerð myndarinnar á disknum. Þær verða þó að vera almennilegar, ekki þessar 5-10 mínútna auglýsingaheimildamyndir þar sem allir klappa hvor öðrum á bakið og tala um hvað allt sé yndislegt og frábært og síðan fer helmingurinn af heimildamyndinni í að sýna úr kvikmyndinni sjálfri. T.d. keypti ég alveg frábært sett í kringum myndina Brazil frá Criterion þar sem var farið í gegnum allt ruglið í kringum útgáfu myndarinnar í kvikmyndahús á sínum tíma.