Sko
Þessar tvær myndir, Planet Terror og Death Proof eftir Rodriquez og Tarantino, tengjast engan veginn í gegnum söguþráð, eða hver skrifar/leikstýrir henni. Þannig séð eru þetta mjög ólíkar myndir. EN tilgangur Grindhouse, sem er auðvitað báðar myndirnar í einum teig með “sérstökum” trailerum, var sá að kalla fram gömlu góðu Grindhouse stemmninguna. Þannig var það nefnilega í “gamla daga” (:P) að fólk fór í sérstök bíóhús og horfði á hryllingsmyndir í B-mynda stíl í marga klukkutíma í röð. Þetta voru fremur lélegt gerðar myndir, mikið af blóði og viðbjóð, en þetta var rosaleg upplifun á sínum tíma. Þessi bíóhús voru semsagt kölluð Grindhouse. Bæði Tarantino og Rodriquez upplifðu þetta fyrirbæri sem frábæra reynslu, og nú Þar sem þetta er hætt, vildu þeir gefa áhorfendum reynsluna aftur. Þess vegna eru flestir svekktir yfir því að Þessu var skipt í tvær myndir, þess vegna tengdust þessar tvær myndir.
Sjálfur bý ég hér vestanhafs og fór á Grindhouse fyrir nokkrum mánuðum, og ég verð að segja að þetta var alveg frábært. Synd að þessu var skipt svona =/
Langaði bara að koma þessu á hreint, myndirnar tengjast mjög svo :