Verð að játa að ég bara get ekki valið á milli kvikmynda, margar svo andskoti góðar.
Eins og það var nefnt hér fyrir ofan, þá eru Pirates myndirnar með þannig endi að manni langar alltaf að sjá meira, og það sé bara eins og það sé verið að ýta á pásu takka.
Svo er endirinn í Crank alveg mögnuð og spúkí í leiðinni, ásamt því að vera algerlega ófyrirsjáanlegur.
Svo auðvitað Serenity (og þættirnir líka – getur vel verið að einhver sé ekki sammála mér, en ég bara elska þessa þætti, og myndina svo að).
Bætt við 24. júní 2007 - 00:51
Verð að játa þar sem ég sé fólk nefna United93, að endirinn í henni fór alveg svakalega í mig.
Lá við að ég táraðist, gæti jafnvel verið að ég hafi tárast. Fékk alveg fyrir brjóstið það var svo ömurlegt að vita að flugið hafi farið kannski í líkingum við myndina.