Afhverju?
Af því að þú varst að mótmæla mínum punkti og þarft því að koma með rök fyrir máli þínu, þú þarft að kunna það.
Góðir karakterar
Orlando Bloom leikur nákvæmlega sama karakter og í öllum öðrum myndum sínum nema Calcium Kid.
Keira Knightley leikur sitt hlutverk ágætlega, en líka lítil persónusköpun þar á ferð. Það eina sem gerist er að hún verður allt í einu geðveikur Badass
Johnny Depp er að sjálfsögðu langskástur þarna, en hann er að leika nákvæmlega sömu persónu og í fyrstu myndinni á nákvæmlega sama hátt, þannig að ef þú hefur séð Jack Sparrow einu sinni, þá þarftu ekki að sjá hann aftur.
Skemmtilegur söguþráður
Nei, hann var það ekki. Hugmyndin var mjög góð, en var eyðilögð af því að það var sífellt verið að troða inn filler efni sem var ónauðsynlegt. Sönnun á því er sú staðreynd að nr. 2 og 3 hefðu hæglega getað orðið einungis ein mynd, en til að græða meiri pening er sagan teygð í tvær. Svo er myndin troðin full að leiðinlegum og einhæfum bardagaatriðum sem skipta í raun engu máli og eru alltof langdregin, og til að toppa allt saman troða þeir inn einhverri half-assed undirplotti sem að eyðilagði allt, en þú ert greinilega sammála því.
Auk alls þessa sem ég hef nefnt sem er slæmt við myndirnar má nefna sífelda endurtekningu sömu brandaranna (Feiti bækerinn og horrenglan úr The Office), cheesy og væmin heimskuleg atriði sem að jafnvel Bandaríkjamenn ættu að vera komnir með leið á (T.d. giftingaratriðið í þriðju myndinni), og hvað er heimskulegra en það að um leið og Orlando verður næsti Davy Jones (ef svo má að orði komast) þá verður hann allt í einu geðveikt badass og fær bandana? Mig langaði að æla þetta var svo hallærislegt.