Hvaða mynd..?
var að hugsa eitthvað áðan og þá datt mér alltíeinu í hug einhver mynd sem ég sá fyrir ekki svo löngu, held hún hafi verið í sjónvarpinu. En hún er um mann og pabbi hans (minnir að það hafi verið pabbi hans) er nýdáinn og er brenndur. Svo fer sonurinn í svona road trip með öskuna og dreifir smá úr henni á mismunandi stöðum. Svo kynntist hann konu, kemur á óvart, og þannig. Man eitt atriði þar sem þau spjalla saman í símann alla nóttina og ákveða svo að hittast til þess að horfa á sólarupprásina saman eða eitthvað í þeim dúr. Veit einhver hvaða mynd ég er að tala um?