Pirates of the Caribbean: At World's End
Ég veit að meira en helmingurinn af þjóðini er kominn með nóg af þessum myndum og finnast þær bara ömurlegar (mesta lagi númer 2 og 3) en ég fór á frumsýninguna 23. maí og vitiði, mér fannst þessi mynd alveg frábær… Hún gat auðvitað verið dálítið óraunsæjar á köflum en samt sem áður alveg frábær mynd… Ég meina allar myndirnar geta verið nú helvíti óraunsæjar á köflum alveg frá ódauðlegum sjóræningjum sem ráðast á skip og bæji til rísastórar konu sem stjórnar hafinu :P En þetta eru ævintýramyndir og eru gerðar til að vera nú yfir mörkum raunsæi og óraunsæi en svona til að lífga aðeins við þessum þráði, hvað fannst ykkur um þessa mynd? Fannst ykkur hún leiðinleg, fyndin, skemmtileg, of mikil drama eða kannski jafnvel of mikill húmor? Og veriði hreinskilin!