REQUIEM FOR A DREAM.
Ég fór á þessa mynd í gærkvöldi með vini mínum í Sambíóið á Snorrabraut. Myndin var liður í kvikmyndahátíðinni. Ég var nánast ekkert búinn að heyra af þessari mynd en vissi að Jared Leto og Marlon Wyans léku í henni. Ég bjóst satt að segja ekki við miklu vegna vals á leikurum þar sem ég bjóst ekki við að þeir myndu passa saman. En þvílík mynd. Ég ætla ekkert að vera að segja ykkur allt of mikið frá henni nema það að þetta er hreint meistaraverk. Myndatakan er engri lík, leikararnir stóðu sig mjög vel og hún var ískyggilega raunsæ. Handritið lítur ekkert út fyrir að grípa mann í fyrstu þar sem þetta fjallar um tvö dópista og móður og kærustu annars þeirra og lendir allt þetta fólk í viðbjóðslegri atburðarás þar sem fíkniefnin ráða ríkjum. Ég hvet ykkur endregið til að sjá þessa mynd því það verður hætt að sýna hana á morgun að ég held. ****/*****