Getur einhver hjálpað mér að finna þessa mynd.

Þessi mynd er um stelpu sem er send á fósturheimili útaf því að pabbi hennar fer í stríð. Þarna er líka fullt að öðrum stelpum. Svo er ein brún stelpa sem er “vinnukona” og þær verða vinkonur. En þær mega það ekki, útaf því að brúna stelpan er “vinnukona”

Svo fréttist af dauða föður hennar og þá er stelpan látin vinna í húsinu í staðin fyrir að vera send útá götu.

Í húsinu á móti býr gamall maður sem á son í stríðinu, og einn daginn kemur sonur hans heim með sárabindi um allan hausinn og hann man ekki neitt.
Svo finnst stelpunni að þetta sé pabbi hennar/eða að hún ætli bara að gá hvort að þetta sé pabbi sinn. Og fer yfir í húsið hjá gamla manninum.

Og aðeins seinna í myndinni þá kemur maðurinn með son sinn á fósturheimilið eða að hann kemur auga á stelpuna heima hjá sér. Og stelpan sér að þetta er pabbi sinn, en pabbi hennar man ekkert og veit ekkert og gamli maðurinn neitar því.
Og svo man pabbinn eftir henni og svo endar myndin á að hann tekur dótturina og brúnu stelpuna með sér.

Og ég man líka að það kemur einhver brúnn “guru” og þegar stelpurnar(aðalstelpan og brúna stelpan) vakna þá er einhver veisla. Allt appelsínugult.
Man samt ekki alveg afhverju.

Þessi mynd er svo falleg og sorgleg.
Hún var gefin út um 1995 minnir mig.
Stelpan er ljóshærð.

Er einhver sem að getur sagt mér hvaða mynd þetta er?
Aldrei vera of bjartsýnn og þá verðuru